Sólarguðirnir

Sólin hefur verið tilbeðin í ýmsum menningarheimum frá örófi alda. Hún er uppspretta lífs á jörðu og fornaldarmenn gerðu sér grein fyrir mikilvægi hennar. Mismunandi birtingamyndir hennar tilheyrðu ákveðnum guðum eða táknum að sögn fornegypta. Til að mynda var rísandi sól tákn tordýfils, hádegið tilheyrði síðan sólarguðinum Ra, á meðan kvöldsólin var í hrútsgervi. Sólsetrið minnti síðan einna helst á gamlan veikburða mann. Þeir trúðu því að þegar sólin settist í vestri, þá sigldi guðinn Nun með hana í gegnum hinu myrku vötn þar til hún kom aftur upp í austri.

Amun-Ra

Amur Ra var búin til eftir að völd Egypska ríkisins voru færð sunnar til Thebes. Prestar þar sameinuðu héraðsguðinn Amun með hinum valdamikla sólarguði Ra. Vinsældir hans jukust og alls staðar um landið tilbað fólk Amun Ra sem aðalguðinn. Bæði Amun-Ra og aðrir sólarguðir voru teiknaðir með sólardisk á höfði sér.

640px-Maler_der_Grabkammer_der_Nefertari_001

Sólarguðinn Re

Akhenaten

Til að draga úr völdum presta í Thebes, bannaði konungurinn Amenhotep IV alla guði nema Aten, sem var sólin í sínu hreinasta formi. Hann var gjarnan sýndur sem sóldiskur með geisla sem snertu mannshendur. Konungurinn breytti nafni sínu í Akhenaten og byggði borg í Amarna til heiðurs Aten.

akhenaten-and-sun-god

Konungurinn Akhenaten að tilbiðja sólardiskinn

Tordýfill (Scarab beetle)

Tordýfill var verulega mikilvægur í trúarbrögðum Egypta og talinn heilagur. Hann var verndartákn og tákn sólarguðsins Kheperi. Tordýfillinn býr til bolta af saur og verpir síðan eggjum sínum inn í hann. Síðan rúlla þeir boltanum ofan í holu og þegar litlu tordýflarnir fæðast skríða þeir útúr honum. Sólarguðinn Kheperi átti að hafa búið til sólardiskinn á svipaðan hátt og þannig hafi birtan dreifst um himininn. Þetta skordýr varð merkilegt tákn í trúarbrögðum, táknaði fæðingu og voru verndarmunir tengdir því oft grafnir með látnum mönnum sem átti að tryggja að þeir myndu fæðast á ný í eftirlífinu. Margir skartgripir og verndargripir voru skreyttir tordýflum.

The History of Jewellery

Skartgripur í mynd tordýfils

Heliopolis eða Sólborgirnar

Í hofum þar sem prestar dýrkuðu sólguðina var þríhyrndur steinn ansi algengur. Hann var tákn fyrir hæðina Ben Ben sem fyrstu sólargeislarnir skinu á þegar jörðin var sköpuð. Það var líka ástæðan fyrir því að píramídarnir voru þríhyrndir, en það var til þess að faróarnir gætu sameinast sólarguðunum í himninum.

Pyramidion_of_the_Pyramid_of_Amenemhet_III_at_Dahshur

Ben Ben steinn

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s