Sköpunarsagan

Egyptar trúðu því að öllu lífi væri stjórnað af guðunum og ef þeir færu eftir óskum þeirra þá yrði þeim veitt gott lifanda líf en einnig blómlegt eftirlíf. Til að þóknast guðunum þá færðu þeir þeim ýmsar fórnir og gengu um með armbönd sem þeir töldu að myndu vernda þá. Faraóarnir voru af guðlegum uppruna og því dýrkaðir í samræmi við það. Prestar voru taldir vera þjónar sólarguðsins á jörðu og þeir framkvæmdu flestar fórnir og athafnir í nafni hans. Sköpunarsaga mannkyns í hugum Egypta er ekki einhliða. Til eru margar mismunandi útgáfur af sögunni en ein er algengust og var til allrar hamingju vandlega skrifuð niður af grískum rithöfundi. Sú algengasta var seinni tíma sagan um hrakfarir Ósíris og Ísis en fyrst höfðu kenningar um sólarguðinn Re verið vinsælastar. Samfélagslegir þættir gerðu það síðan að verkum að sagan um Ósíris og Ísis safnaði til sín miklum vinsældum. Á valdatíma 6. Konungsættarinnar, varð mikil aukning í greftrun fyrir almúgann, en Re sá aðeins um konunginn og nokkra útvalda. Saga Ósíris vakti samúð hjá almenningi þar sem hann var myrtur af sínum eigin bróður. Hann varð konungur undirheimanna og og lofaði öllum eilífu lífi. Greftrunarstaður hans varð að einum af heilögustu stöðum Egyptalands.

Í upphafi var aðeins Nun hið endilanga haf sem fyllti umheiminn.Uppúr hafinu reis síðan hæð sem var kölluð Ben Ben og á toppi hennar stóð fyrsti guðinn Atum. Atum eignaðist síðan tvö börn, Shu (loftið) og Tefnut (raki). Börnin þeirra urðu síðan Geb (jörðin) og Nut (himininn). Fyrst voru þau sameinuð en síðan kom Shu og aðskildi þau. Geb og Nut áttu síðan fjögur börn: Ósíris, Seth, Ísis og Nephtys.

nut-geb-shu-egypt

Aðskilnaður Geb & Nut

Ósíris var gefið konungstign og hann tók að eiga systur sína Ísis sem drottningu. Bróðir þeirra Set girndist völd Ósíris en grimmt eðli hans gerði hann óhæfan sem konung heimsins. Grænn af öfund tók hann til þess ráðs að myrða bróður sinn. Hann bjó til íburðafagra kistu og sagðist ætla gefa hana þeim er passaði inn í hana. Er Ósíris steig inn í kistuna þá læsti hann henni og kastaði henni ofan í ána Níl. Kistan flaut til Lebanon, og kastaðist þar upp á land í brjáluðu óveðri. Hún lenti við trjárætur einar og með tímanum óx það í kringum kistuna þar til hún varð ósýnileg. Tréð var síðan skorið niður og notað í höll konungsins af Bybos, en hann hafði enga vitneskju um að í höll hans lægi lík Ósíris.

pyreaus_inspired_manifestation_divine_ancient_rites_osiris_isis_sacred_couple_full

Tvískipt mynd af Ósíris og Ísis tekin úr gömlum papýrusum

Eina nóttina dreymdi Ísis, konu Ósíris um staðsetningu kistunnar, en þá hafði hún leitað í mörg ár. Hún náði að sannfæra konungsfjölskylduna um að færa sér kistu eiginmanns síns. Um leið og hún kom henni aftur til Egyptalands, endurheimti Set kistuna skar líkið niður í fjórtán búta, og dreifði þeim síðan um allt Egyptaland. Þá hófst hinn frægi eltingarleikur er Ísis ferðaðist um allt landið í leit að bútunum. Hún fann alla nema typpið sem hafði fallið útí ána Níl og verið étið af fiskum, en úr bútúnum sem hún fann, gerði hún múmíu og bætti við hana typpi úr tré. Með töfrum lífgaði hún síðan Ósíris við nógu lengi til þess að hann náði að gera hana ófríska að syninum Hórus, sem síðar átti eftir að lifa afdrifaríku lífi. Ósíris varð að guði undirheimanna, en Ísis faldi son þeirra í Delta þar sem hann óx og dafnaði. Tíminn leið og þegar Hórus óx úr grasi ákvað hann að hefna föðurs síns. Hann átti í ótal baráttum við Seth og sigraði að lokum, en í einni af þeim missti hann þó augað. Auga hans eða Wadjet Eye varð tákn í Egyptalandi yfir sigri hins góða á hinu illa, og sjást merki þess á ýmsum listaverkum Egypta sem og fjöldamörgum múmíum.

eye3

Auga Hórusar (Wadjet Eye)

Leave a comment

Filed under Upphafið

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s