Eftirlífið & múmíugerð

Egyptar trúðu því að eftir dauðann yfirgæfi sálin líkamann og ferðaðist í gegnum undirheimana, Duat. Í undirheiminum voru skrýmsli og vötn sem loguðu. Til þess að þeir kæmust heilir á húfu í gegnum þetta ferðalag voru settir allskyns galdrar og ráð, í dauðrabækur. Dauðrabækur voru til þess að hjálpa hinum látna í eftirlífinu og þeir auðugu höfðu efni á bæði lengri og skreyttari dauðrabókum. Í dauðrabókinni voru bæði kort af Duat og bænir til þess að fæla illa anda frá. Einnig voru múmíur grafnar með allskyns verndargripum sem minntu einna helst á skartgripi. Í lok ferðalagsins kom síðan að stund sannleikans þar sem guð dauðans, Anubis vó hjörtu manna til að gá hvort hjartað væri uppfullt af synd. Það var vegið gegn fjöður sannleikans, og ef það var léttara þá öðlaðist manneskjan eilíft líf. Ef ekki var því hent í gyðjuna Ammit sem gleypti það.

weighing-of-the-heart-1

Guðinn Anubis vegur hjarta hins látna

Eftir þetta uppgjör snéri sálin tilbaka í líkamann, þar sem hún hvíldi sig fyrir næsta dag í eftirlífinu. Algeng trú var sú að sálin yrði að fuglinum Ba sem flygi úr líkamum við dauðann, og að manneskjan myndi aðeins lifa til eilífðar ef hann snéri aftur. Hugmyndir þeirra um eftirlífið voru hinsvegar verulega auðmjúkar í samanburði við hugmyndir kristinna manna um himnaríki, og líktust hugmyndirnar einna helst lífi þeirra á jörðinni. Þar unnu menn á ökrum þar sem sólin skein allan daginn, á meðan Ósíris fylgdist með þeim. Til þess að lifa þessu lífi þurfti líkami þeirra frá jörðinni að endast að eilífu og því var afar mikilvægt að menn kynnu til verka í múmíugerð. Af trúarlegum ástæðum þróaðist múmígerðin með þeim hætti er við þekkjum í dag.

Í upphafi voru múmíur grafnar í eyðimerkursandinum, þar sem bæði hitinn og þurr sandurinn þurrkuðu líkin upp. Vandamálið við þessa aðferð var hinsvegar að villidýr komust ávallt í múmíurnar og átu þær. Þá var tekið til þess ráðs að grafa menn í líkkistum, en komumst fljótt að því að með þeirri aðferð rotnaði líkið fremur fljótt. Með tímanum þróaðist líksmurning sem virkaði mikið betur, og þá komu til sögunnar þær múmíur sem við þekkjum best í dag.

mummy-discoveries-ramessesii

Múmía faraóisins Ramesses II

Fyrst voru líkin þurrkuð upp með salti eyðimerkurinnar í því skyni að varðveita holdið. Síðan var skorið lítið gat á maganum til að ná líffærunum út, en annars hefðu þau rotnað. Líffæri eins og garnir, lungu, lifur og magi voru smurð, vafin í lín og sett í sérstakar krukkur sem voru geymdar hjá hinum látna. Hjartað var eina líffærið sem var geymt, því þar var sálin geymd og þar af leiðandi var hjartað heilagt. Líkið var smurt með allskonar vökvum og olíum og að lokum vafið í línræmur og ýmsir verndargripir settir inn á milli vafninga. Í lokin var trjákvoðu hellt yfir.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s