Lækningar í tengslum við trúarbrögð

Egyptar voru framarlega í lækningum miðað við önnur samfélög á þeim tíma, og eru sum afrek þeirra nánast kraftaverk. Þó voru margir sjúkdómar sem þeir höfðu engin völd á og töldu að þeir stöfuðu af illum öndum sem kæmust inn í líkamann. Þeir notuðu töfragripi til að fæla þá í burtu og síðan er allt brást snéru þeir sér að töfralæknum eða guðunum í von um lækningu. Flestir guðir sem tengdust lækningum voru kvenkyns og til eru meira að segja dæmi um það að konur hafi fengið að stunda almennar lækningar í Egyptalandi til forna. Skýringu á því fyrirkomulagi mætti finna í trúarbrögðunum þar sem Egyptar voru heittrúuð þjóð.

ps247238_lGaldrastafur sem átti að vernda bæði börn og hina veiku

Læknum var gefin getan til að lækna af guðinum Thoth sem var ekki aðeins guð visku, tíma og ritunar heldur einnig læknir guðanna sjálfra. Prestar sem stunduðu lækningar tilheyrðu hinsvegar yfirleitt guðunum Sekhmet og Serqet sem báðir voru kvenkyns. Sekhmet færði mönnum farsóttir og tilbáðu prestar hana í mörgum tilfellum og óttuðust hana mjög. Serqet var hinsvegar sporðdrekagyðja og prestar sem fylgdu henni voru ákaflega færir í því að meðhöndla fólk sem hafði verið stungið af ýmiss konar skordýrum. Menn tilbáðu hana síðan í þeirri trú að það myndi vernda þá gegn sporðdrekastungu. Hún er gjarnan sýnd með sporðdreka á höfðinu.

serqet4serqet2

Sporðdrekagyðjan Serqet

Ísis var gyðja ástar, mæðra, barna og lækninga og voru ýmis glæsileg hof byggð um allt Egyptaland til að heiðra hana. Konur sem áttu erfitt með að mjólka litu til hennar í von um hjálp, enda var hún gyðja mæðra. Taweret var síðan gyðja frjósemi og fæðingar og Hathor verndari kvenna í fæðingum.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s