Guðir og gyðjur

Fjölgyðistrú Egypta var afar flókin enda voru guðirnir jafn breytilegir eftir landsvæðum og þeir voru margir. Allir guðirnir enduspegluðu náttúruöflin á einhvern hátt og stjórnuðu frjósemi jarðar og húsdýra. Sérstök hof voru reist í heiðri tiltekinna guða, og þar varð mikil prestaelíta til, en í henni hópuðust fylgjendur tiltekins guðs saman og venjulegir borgarar fengu ekki að tilbiðja þann guð. Mikilvægasti guð Egypta var án efa sólguðinn Amon-Ra sem var guð fæðingar og dauða, sem og stjórnandi sólarinnar. Þegar sólin reis í austri var það tákn fyrir fæðingar en þegar sólin settist í vestri var það tákn dauðans.

Uppskeruguðirnir voru bræðurnir Set og Ósíris, en sá síðarnefndi var einnig guð undirheimanna og dæmdi hina dauðu. Set var hinn illi guð, sem hafði myrt bróður sinn, Ósíris, og gert hann þannig að guði undirheimanna.  Hann var tákn hins illa afls í heiminum, og kenndu Egyptar honum umsvifalaust um storma og óviðri. Hórus, sonur Ósíris var guð faróanna og fálkinn var merki hans.

Cruz-UribeLecture011

Hinn illi guð Set sem drap sinn eigin bróður

Algengt var að guðirnir væru í mannslíki með dýrshöfuð. Anúbis var með hýenuhöfuð og verndaði hvíldarstaði hina dauðu. Guð menntunar og visku var Þót, en hann var skrifari guðanna og er gjarnan sýndur með höfuð af íbisfugli vegna þess að egyptar töldu fuglinn vera gáfaðann. Khnun var með hrútshöfuð, var verndari Nílar og færði fólki flóð. Min var síðan frjósemisguð og heldur gjarnan á salatblöðum, því Egyptar töldu þau örva frjósemi. Guðinn Weowawet var síðan guð stríðs og dauða og var í úlfslíki. Menn krupu fyrir framan hann í þeirri von um að fá að lifa að eilífu.

Sumir guðir gegndu mismunandi hlutverkum á mismunandi stöðum líkt og gyðjan Hathor, sem var gyðja tónlistar, dans og ástar á einum stað, en á öðrum var hún gyðja dauðans. Hún er stundum sýnd í mannslíki en annars staðar sem kú. Þar sem hún var sýnd sem kú var hún talin geyma sólina á milli horna sér. Kattagyðjan Bastet, varð verulega vinsæl í Delta til að byrja með, en fljótlega breiddust vinsældir hennar útum allt Egyptaland og voru margar hátíðir haldnar til heiðurs henni.

e32264a53b202b60c8de57b4b6393d26648941a2

Kattagyðjan Bastet

Síðast en ekki síst var Maat tákn fyrir lög alheimsins og er gjarnan sýnd sem brúða í hendi sólarguðsins Ra. Hún bar fjöður sannleikans á höfði sér og var mikilsvirt af fólkinu.

Margfalt fleiri guðir gegna mismunandi hlutverkum, en ef ég myndi vilja fræða fólk um þá alla þyrfti maður að skrifa umsvifamikla bók. Hér er yfirlit yfir fleiri guði á vísindavefnum ef fólk vill kynna sér þetta ennþá betur:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=4772

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s