Sólarguðirnir

Sólin hefur verið tilbeðin í ýmsum menningarheimum frá örófi alda. Hún er uppspretta lífs á jörðu og fornaldarmenn gerðu sér grein fyrir mikilvægi hennar. Mismunandi birtingamyndir hennar tilheyrðu ákveðnum guðum eða táknum að sögn fornegypta. Til að mynda var rísandi sól tákn tordýfils, hádegið tilheyrði síðan sólarguðinum Ra, á meðan kvöldsólin var í hrútsgervi. Sólsetrið minnti síðan einna helst á gamlan veikburða mann. Þeir trúðu því að þegar sólin settist í vestri, þá sigldi guðinn Nun með hana í gegnum hinu myrku vötn þar til hún kom aftur upp í austri.

Amun-Ra

Amur Ra var búin til eftir að völd Egypska ríkisins voru færð sunnar til Thebes. Prestar þar sameinuðu héraðsguðinn Amun með hinum valdamikla sólarguði Ra. Vinsældir hans jukust og alls staðar um landið tilbað fólk Amun Ra sem aðalguðinn. Bæði Amun-Ra og aðrir sólarguðir voru teiknaðir með sólardisk á höfði sér.

640px-Maler_der_Grabkammer_der_Nefertari_001

Sólarguðinn Re

Akhenaten

Til að draga úr völdum presta í Thebes, bannaði konungurinn Amenhotep IV alla guði nema Aten, sem var sólin í sínu hreinasta formi. Hann var gjarnan sýndur sem sóldiskur með geisla sem snertu mannshendur. Konungurinn breytti nafni sínu í Akhenaten og byggði borg í Amarna til heiðurs Aten.

akhenaten-and-sun-god

Konungurinn Akhenaten að tilbiðja sólardiskinn

Tordýfill (Scarab beetle)

Tordýfill var verulega mikilvægur í trúarbrögðum Egypta og talinn heilagur. Hann var verndartákn og tákn sólarguðsins Kheperi. Tordýfillinn býr til bolta af saur og verpir síðan eggjum sínum inn í hann. Síðan rúlla þeir boltanum ofan í holu og þegar litlu tordýflarnir fæðast skríða þeir útúr honum. Sólarguðinn Kheperi átti að hafa búið til sólardiskinn á svipaðan hátt og þannig hafi birtan dreifst um himininn. Þetta skordýr varð merkilegt tákn í trúarbrögðum, táknaði fæðingu og voru verndarmunir tengdir því oft grafnir með látnum mönnum sem átti að tryggja að þeir myndu fæðast á ný í eftirlífinu. Margir skartgripir og verndargripir voru skreyttir tordýflum.

The History of Jewellery

Skartgripur í mynd tordýfils

Heliopolis eða Sólborgirnar

Í hofum þar sem prestar dýrkuðu sólguðina var þríhyrndur steinn ansi algengur. Hann var tákn fyrir hæðina Ben Ben sem fyrstu sólargeislarnir skinu á þegar jörðin var sköpuð. Það var líka ástæðan fyrir því að píramídarnir voru þríhyrndir, en það var til þess að faróarnir gætu sameinast sólarguðunum í himninum.

Pyramidion_of_the_Pyramid_of_Amenemhet_III_at_Dahshur

Ben Ben steinn

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Píramídar

Egyptar trúðu á líf eftir dauðann. Konungar þeirra voru kallaðir faróar og höfðu mikil völd yfir hjörtum manna. Farórarnir voru nefnilega einir af guðunum, báru nöfn þeirra og komu því sjaldan fram meðal almennings. Konungurinn var ábyrgur fyrir því að lífið og tilveran héldi áfram að snúast, árstíðarnar að breytast og árleg flóð kæmu í Níl.

tutankhamun-mask-damaged

Dauðagríma farósins Tutankhamun á safni í Kairó

Vegna guðlegs eðlis þeirra trúðu Egyptar að þeir myndu halda áfram að stjórna örlögum ríkisins eftir dauðann og því þyrfti að byggja handa þeim glæsileg grafhýsi og varðveita líkama þeirra vel. Sagt er að eftir dauðann hafi sál faróanna orðið að stjörnum sem hafi þurft að finna leið sína til stjarna Orion í undiheimunum, Duat. Þeir fundu leiðina í gegnum píramídana sem voru gjarnan nefndir eftir stjörnum og sumir litu á þá sem stjörnuhlið.

Píramídarnir voru byggðir sem grafhýsi fyrir faróanna, og voru tákn um vald þeirra. Enginn efaðist það því það var guðlegt. Vegna mikillar efnahagslegrar velmegunar, fátæks vinnuafls og mikils aga er alls ekki útilokað að Egyptar hafi verið fullkomlega færir um að byggja þessi stórkostlegu mannvirki.

the-sphinx-at-gizacairo-in-egypt-with-the-pyramid-of-chephren-khafre-in-the-background

Frægustu píramídar heimsins eru þeir sem eru í Giza

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Heimildir

Bauval, Robert G. The Pyramids. Star chambers. Weidenfeld & Nicholson. (London, 1997)

Guðmundur J. Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson. Þættir úr sögu vestrænnar menningar. Fornöldin. Hið íslenzka bókmenntafélag. (Reykjavík, 1998, önnur útgáfa)

Shaw, Ian. The Oxford history of ancient Egypt. Oxford University Press. (New York, 2000)

Steedman, Scott. Ancient Egypt. Dorling Kindersley. (London, 1995)

Roberts, Timothy R. Gift of the Nile. Chronicles of ancient Egypt. Michael Friedman Publishing Group, Inc. (New York, 1999)

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. Saga læknisfræðinnar. Saga sjúkdóma og lækninga frá steinöld til nýaldar. (Reykjavík, 2015)

Watterson, Barbara. Ancient Egypt. Sutton Publishing. (Stroud, Gloucestershire, 1998)

,,Egyptian scarabs” British museum. 

http://www.britishmuseum.org/explore/highlights/articles/e/egyptian_scarabs.aspx (skoðað 10.febrúar 2015).

Myndaskrá

http://www.britishmuseum.org/explore/highlights/highlight_image.aspx?image=ps247238.jpg&retpage=15172

http://www.touregypt.net/featurestories/serqet.htm

http://pyreaus.com/inspired_manifestation/2014/pyreaus_inspired_manifestation_divine_ancient_rites_of_osiris_and_isis.htm

http://www.landofpyramids.org/geb.htm

http://www.allaboutgemstones.com/jewelry_history_egyptian.html

http://www.biblicalarchaeology.org/daily/ancient-cultures/ancient-near-eastern-world/epilepsy-tutankhamun-and-monotheism/

http://www.experience-ancient-egypt.com/weighing-of-the-heart.html

http://www.history.com/news/history-lists/5-great-mummy-discoveries

http://psuvanguard.com/arts/defending-an-egyption-god/

http://www.bbc.co.uk/history/ancient/egyptians/gods_gallery_12.shtml

http://www.ibtimes.com/king-tuts-beard-broken-burial-mask-glued-back-epoxy-botched-repair-job-1790958

http://famouswonders.com/great-pyramids-of-giza/

Síðan tók ég nokkrar myndir af wikipediu en það virkaði ekki að setja tengilinn hér inná.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Eftirlífið & múmíugerð

Egyptar trúðu því að eftir dauðann yfirgæfi sálin líkamann og ferðaðist í gegnum undirheimana, Duat. Í undirheiminum voru skrýmsli og vötn sem loguðu. Til þess að þeir kæmust heilir á húfu í gegnum þetta ferðalag voru settir allskyns galdrar og ráð, í dauðrabækur. Dauðrabækur voru til þess að hjálpa hinum látna í eftirlífinu og þeir auðugu höfðu efni á bæði lengri og skreyttari dauðrabókum. Í dauðrabókinni voru bæði kort af Duat og bænir til þess að fæla illa anda frá. Einnig voru múmíur grafnar með allskyns verndargripum sem minntu einna helst á skartgripi. Í lok ferðalagsins kom síðan að stund sannleikans þar sem guð dauðans, Anubis vó hjörtu manna til að gá hvort hjartað væri uppfullt af synd. Það var vegið gegn fjöður sannleikans, og ef það var léttara þá öðlaðist manneskjan eilíft líf. Ef ekki var því hent í gyðjuna Ammit sem gleypti það.

weighing-of-the-heart-1

Guðinn Anubis vegur hjarta hins látna

Eftir þetta uppgjör snéri sálin tilbaka í líkamann, þar sem hún hvíldi sig fyrir næsta dag í eftirlífinu. Algeng trú var sú að sálin yrði að fuglinum Ba sem flygi úr líkamum við dauðann, og að manneskjan myndi aðeins lifa til eilífðar ef hann snéri aftur. Hugmyndir þeirra um eftirlífið voru hinsvegar verulega auðmjúkar í samanburði við hugmyndir kristinna manna um himnaríki, og líktust hugmyndirnar einna helst lífi þeirra á jörðinni. Þar unnu menn á ökrum þar sem sólin skein allan daginn, á meðan Ósíris fylgdist með þeim. Til þess að lifa þessu lífi þurfti líkami þeirra frá jörðinni að endast að eilífu og því var afar mikilvægt að menn kynnu til verka í múmíugerð. Af trúarlegum ástæðum þróaðist múmígerðin með þeim hætti er við þekkjum í dag.

Í upphafi voru múmíur grafnar í eyðimerkursandinum, þar sem bæði hitinn og þurr sandurinn þurrkuðu líkin upp. Vandamálið við þessa aðferð var hinsvegar að villidýr komust ávallt í múmíurnar og átu þær. Þá var tekið til þess ráðs að grafa menn í líkkistum, en komumst fljótt að því að með þeirri aðferð rotnaði líkið fremur fljótt. Með tímanum þróaðist líksmurning sem virkaði mikið betur, og þá komu til sögunnar þær múmíur sem við þekkjum best í dag.

mummy-discoveries-ramessesii

Múmía faraóisins Ramesses II

Fyrst voru líkin þurrkuð upp með salti eyðimerkurinnar í því skyni að varðveita holdið. Síðan var skorið lítið gat á maganum til að ná líffærunum út, en annars hefðu þau rotnað. Líffæri eins og garnir, lungu, lifur og magi voru smurð, vafin í lín og sett í sérstakar krukkur sem voru geymdar hjá hinum látna. Hjartað var eina líffærið sem var geymt, því þar var sálin geymd og þar af leiðandi var hjartað heilagt. Líkið var smurt með allskonar vökvum og olíum og að lokum vafið í línræmur og ýmsir verndargripir settir inn á milli vafninga. Í lokin var trjákvoðu hellt yfir.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Lækningar í tengslum við trúarbrögð

Egyptar voru framarlega í lækningum miðað við önnur samfélög á þeim tíma, og eru sum afrek þeirra nánast kraftaverk. Þó voru margir sjúkdómar sem þeir höfðu engin völd á og töldu að þeir stöfuðu af illum öndum sem kæmust inn í líkamann. Þeir notuðu töfragripi til að fæla þá í burtu og síðan er allt brást snéru þeir sér að töfralæknum eða guðunum í von um lækningu. Flestir guðir sem tengdust lækningum voru kvenkyns og til eru meira að segja dæmi um það að konur hafi fengið að stunda almennar lækningar í Egyptalandi til forna. Skýringu á því fyrirkomulagi mætti finna í trúarbrögðunum þar sem Egyptar voru heittrúuð þjóð.

ps247238_lGaldrastafur sem átti að vernda bæði börn og hina veiku

Læknum var gefin getan til að lækna af guðinum Thoth sem var ekki aðeins guð visku, tíma og ritunar heldur einnig læknir guðanna sjálfra. Prestar sem stunduðu lækningar tilheyrðu hinsvegar yfirleitt guðunum Sekhmet og Serqet sem báðir voru kvenkyns. Sekhmet færði mönnum farsóttir og tilbáðu prestar hana í mörgum tilfellum og óttuðust hana mjög. Serqet var hinsvegar sporðdrekagyðja og prestar sem fylgdu henni voru ákaflega færir í því að meðhöndla fólk sem hafði verið stungið af ýmiss konar skordýrum. Menn tilbáðu hana síðan í þeirri trú að það myndi vernda þá gegn sporðdrekastungu. Hún er gjarnan sýnd með sporðdreka á höfðinu.

serqet4serqet2

Sporðdrekagyðjan Serqet

Ísis var gyðja ástar, mæðra, barna og lækninga og voru ýmis glæsileg hof byggð um allt Egyptaland til að heiðra hana. Konur sem áttu erfitt með að mjólka litu til hennar í von um hjálp, enda var hún gyðja mæðra. Taweret var síðan gyðja frjósemi og fæðingar og Hathor verndari kvenna í fæðingum.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Guðir og gyðjur

Fjölgyðistrú Egypta var afar flókin enda voru guðirnir jafn breytilegir eftir landsvæðum og þeir voru margir. Allir guðirnir enduspegluðu náttúruöflin á einhvern hátt og stjórnuðu frjósemi jarðar og húsdýra. Sérstök hof voru reist í heiðri tiltekinna guða, og þar varð mikil prestaelíta til, en í henni hópuðust fylgjendur tiltekins guðs saman og venjulegir borgarar fengu ekki að tilbiðja þann guð. Mikilvægasti guð Egypta var án efa sólguðinn Amon-Ra sem var guð fæðingar og dauða, sem og stjórnandi sólarinnar. Þegar sólin reis í austri var það tákn fyrir fæðingar en þegar sólin settist í vestri var það tákn dauðans.

Uppskeruguðirnir voru bræðurnir Set og Ósíris, en sá síðarnefndi var einnig guð undirheimanna og dæmdi hina dauðu. Set var hinn illi guð, sem hafði myrt bróður sinn, Ósíris, og gert hann þannig að guði undirheimanna.  Hann var tákn hins illa afls í heiminum, og kenndu Egyptar honum umsvifalaust um storma og óviðri. Hórus, sonur Ósíris var guð faróanna og fálkinn var merki hans.

Cruz-UribeLecture011

Hinn illi guð Set sem drap sinn eigin bróður

Algengt var að guðirnir væru í mannslíki með dýrshöfuð. Anúbis var með hýenuhöfuð og verndaði hvíldarstaði hina dauðu. Guð menntunar og visku var Þót, en hann var skrifari guðanna og er gjarnan sýndur með höfuð af íbisfugli vegna þess að egyptar töldu fuglinn vera gáfaðann. Khnun var með hrútshöfuð, var verndari Nílar og færði fólki flóð. Min var síðan frjósemisguð og heldur gjarnan á salatblöðum, því Egyptar töldu þau örva frjósemi. Guðinn Weowawet var síðan guð stríðs og dauða og var í úlfslíki. Menn krupu fyrir framan hann í þeirri von um að fá að lifa að eilífu.

Sumir guðir gegndu mismunandi hlutverkum á mismunandi stöðum líkt og gyðjan Hathor, sem var gyðja tónlistar, dans og ástar á einum stað, en á öðrum var hún gyðja dauðans. Hún er stundum sýnd í mannslíki en annars staðar sem kú. Þar sem hún var sýnd sem kú var hún talin geyma sólina á milli horna sér. Kattagyðjan Bastet, varð verulega vinsæl í Delta til að byrja með, en fljótlega breiddust vinsældir hennar útum allt Egyptaland og voru margar hátíðir haldnar til heiðurs henni.

e32264a53b202b60c8de57b4b6393d26648941a2

Kattagyðjan Bastet

Síðast en ekki síst var Maat tákn fyrir lög alheimsins og er gjarnan sýnd sem brúða í hendi sólarguðsins Ra. Hún bar fjöður sannleikans á höfði sér og var mikilsvirt af fólkinu.

Margfalt fleiri guðir gegna mismunandi hlutverkum, en ef ég myndi vilja fræða fólk um þá alla þyrfti maður að skrifa umsvifamikla bók. Hér er yfirlit yfir fleiri guði á vísindavefnum ef fólk vill kynna sér þetta ennþá betur:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=4772

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Sköpunarsagan

Egyptar trúðu því að öllu lífi væri stjórnað af guðunum og ef þeir færu eftir óskum þeirra þá yrði þeim veitt gott lifanda líf en einnig blómlegt eftirlíf. Til að þóknast guðunum þá færðu þeir þeim ýmsar fórnir og gengu um með armbönd sem þeir töldu að myndu vernda þá. Faraóarnir voru af guðlegum uppruna og því dýrkaðir í samræmi við það. Prestar voru taldir vera þjónar sólarguðsins á jörðu og þeir framkvæmdu flestar fórnir og athafnir í nafni hans. Sköpunarsaga mannkyns í hugum Egypta er ekki einhliða. Til eru margar mismunandi útgáfur af sögunni en ein er algengust og var til allrar hamingju vandlega skrifuð niður af grískum rithöfundi. Sú algengasta var seinni tíma sagan um hrakfarir Ósíris og Ísis en fyrst höfðu kenningar um sólarguðinn Re verið vinsælastar. Samfélagslegir þættir gerðu það síðan að verkum að sagan um Ósíris og Ísis safnaði til sín miklum vinsældum. Á valdatíma 6. Konungsættarinnar, varð mikil aukning í greftrun fyrir almúgann, en Re sá aðeins um konunginn og nokkra útvalda. Saga Ósíris vakti samúð hjá almenningi þar sem hann var myrtur af sínum eigin bróður. Hann varð konungur undirheimanna og og lofaði öllum eilífu lífi. Greftrunarstaður hans varð að einum af heilögustu stöðum Egyptalands.

Í upphafi var aðeins Nun hið endilanga haf sem fyllti umheiminn.Uppúr hafinu reis síðan hæð sem var kölluð Ben Ben og á toppi hennar stóð fyrsti guðinn Atum. Atum eignaðist síðan tvö börn, Shu (loftið) og Tefnut (raki). Börnin þeirra urðu síðan Geb (jörðin) og Nut (himininn). Fyrst voru þau sameinuð en síðan kom Shu og aðskildi þau. Geb og Nut áttu síðan fjögur börn: Ósíris, Seth, Ísis og Nephtys.

nut-geb-shu-egypt

Aðskilnaður Geb & Nut

Ósíris var gefið konungstign og hann tók að eiga systur sína Ísis sem drottningu. Bróðir þeirra Set girndist völd Ósíris en grimmt eðli hans gerði hann óhæfan sem konung heimsins. Grænn af öfund tók hann til þess ráðs að myrða bróður sinn. Hann bjó til íburðafagra kistu og sagðist ætla gefa hana þeim er passaði inn í hana. Er Ósíris steig inn í kistuna þá læsti hann henni og kastaði henni ofan í ána Níl. Kistan flaut til Lebanon, og kastaðist þar upp á land í brjáluðu óveðri. Hún lenti við trjárætur einar og með tímanum óx það í kringum kistuna þar til hún varð ósýnileg. Tréð var síðan skorið niður og notað í höll konungsins af Bybos, en hann hafði enga vitneskju um að í höll hans lægi lík Ósíris.

pyreaus_inspired_manifestation_divine_ancient_rites_osiris_isis_sacred_couple_full

Tvískipt mynd af Ósíris og Ísis tekin úr gömlum papýrusum

Eina nóttina dreymdi Ísis, konu Ósíris um staðsetningu kistunnar, en þá hafði hún leitað í mörg ár. Hún náði að sannfæra konungsfjölskylduna um að færa sér kistu eiginmanns síns. Um leið og hún kom henni aftur til Egyptalands, endurheimti Set kistuna skar líkið niður í fjórtán búta, og dreifði þeim síðan um allt Egyptaland. Þá hófst hinn frægi eltingarleikur er Ísis ferðaðist um allt landið í leit að bútunum. Hún fann alla nema typpið sem hafði fallið útí ána Níl og verið étið af fiskum, en úr bútúnum sem hún fann, gerði hún múmíu og bætti við hana typpi úr tré. Með töfrum lífgaði hún síðan Ósíris við nógu lengi til þess að hann náði að gera hana ófríska að syninum Hórus, sem síðar átti eftir að lifa afdrifaríku lífi. Ósíris varð að guði undirheimanna, en Ísis faldi son þeirra í Delta þar sem hann óx og dafnaði. Tíminn leið og þegar Hórus óx úr grasi ákvað hann að hefna föðurs síns. Hann átti í ótal baráttum við Seth og sigraði að lokum, en í einni af þeim missti hann þó augað. Auga hans eða Wadjet Eye varð tákn í Egyptalandi yfir sigri hins góða á hinu illa, og sjást merki þess á ýmsum listaverkum Egypta sem og fjöldamörgum múmíum.

eye3

Auga Hórusar (Wadjet Eye)

Leave a comment

Filed under Upphafið